Danski miðjumaðurinn Philip Billing er á leið til ítalska félagsins Napoli frá Bournemouth en hann gerir lánssamning út tímabilið.
Sky Sports segir að félögin hafi náð samkomulagi um Billing og mun Napoli greiða allan launakostnað leikmannsins og mun félagið þá eiga möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 9 milljónir punda.
Billing er 28 ára gamall og verið á mála hjá Bournemouth frá 2019.
Hann var lykilmaður fyrstu þrjú tímabilin en verið í aukahlutverki á þessari leiktíð og á síðasta tímabili.
Billing á 5 A-landsleiki fyrir Danmörk og fjölmarga leiki með yngri landsliðunum.
Athugasemdir