Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 09. apríl 2024 09:58
Innkastið
Meðalaldur Stjörnunnar kemur mörgum á óvart - „Eldgamalt lið“
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Frosti Þorkelsson er annar af tveimur uppöldum sem voru í byrjunarliði Stjörnunnar.
Róbert Frosti Þorkelsson er annar af tveimur uppöldum sem voru í byrjunarliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meðalaldur byrjunarliðs Stjörnunnar í fyrsta leik Bestu deildarinnar á laugardag kemur kannski mörgum á óvart. Hann var yfir 28 ár en þetta var til umræðu í Innkastinu.

„Ætlum við þá að fara í punktinn hvað þeir eru í raun og veru gamlir, Stjörnumenn?" sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.

„Það eru tveir uppaldir leikmenn í liðinu og þeir eru ungu gaurarnir; Róbert Frosti og Helgi Fróði, svo er þetta bara eldgamalt lið," sagði Sæbjörn.

„Meðalaldur hópsins hjá Stjörnunni var hærri en hjá Víkingi, við erum að tala um Stjörnulið sem var í Bestu deildar auglýsingunni fyrir mót kynnt sem krakkalið," sagði Elvar Geir Magnússon en Stjarnan er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Meðalaldur leikmannahóps Stjörnunnar var 26,4 ár, hærri en hjá hinu reynslumikla liði Víkings. Ljóst er að Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar ætlaði að treysta á sína reynslumestu leikmenn í þessum leik.

„Þórarinn Ingi og Andri Adolphs voru í bakvörðunum. Það stuðar mig svoldið að þetta séu bakverðirnir í liðinu sem á var eiginlega með á toppnum fyrir mótið," sagði Valur Gunnarsson en Víkingur vann þennan leik 2-0.

„Stjörnuliðið var vonbrigði í þessum leik. Við þurfum að horfa til þess að þeir voru á erfiðasta útivelli landsins gegn Íslands- og bikarmeisturunum en þeir sýndu manni lítið þetta kvöld," sagði Elvar.
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner