Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   mið 09. júní 2021 15:47
Elvar Geir Magnússon
Lecce hefur áhuga á Brynjari Inga
Brynjar Ingi í landsleiknum í gær.
Brynjar Ingi í landsleiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lecce hefur mikinn áhuga á að fá miðvörðinn Brynjar Inga Bjarnason í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Lecce hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á liðnu tímabili en liðið féll úr efstu deild á síðasta ári.

Í gær var fjallað um áhuga á Brynjari og sagt að tilboð hefðu borist frá Ítalíu og Rússlandi.

Brynjar Ingi, sem verður 22 á árinu, hefur verið stórgóður með KA í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hann byrjaði alla þrjá leiki íslenska landsliðsins núna í landsleikjaglugganum og var valinn maður leiksins í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner