Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forest rennir hýru auga til markvarðar Corinthians
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur mikinn áhuga á því að fá Carlos Miguel, markvörð Corinthians í Brasilíu en þetta kemur fram á Sky Sports.

Enska félagið hefur fylgst með Miguel á þessari leiktíð en það hefur þó ekki náð samkomulagi við leikmanninn eins og hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum.

Miguel, sem er 25 ára gamall, er með kaupákvæði í samningi sínum sem nemur um 3,4 milljónum punda.

Matt Turner, Mats Selz og Odysseas Vlachodimos eru allir á mála hjá Forest, en samkvæmt ensku miðlunum gæti Matt Turner verið á útleið.

Forest bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð en naumlega. Það hafnaði í 17. sæti með 32 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner