Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
   mán 09. júní 2025 12:01
Elvar Geir Magnússon
Oliver Heiðars spáir í 7. umferð Lengjudeildarinnar
Oliver Heiðarsson.
Oliver Heiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferð Lengjudeildarinnar verður leikin í dag. Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, er spámaður umferðarinnar en áhugaverðir leikir eru á dagskrá í dag.

14:00 Grindavík 1 - 3 HK
Verður skemmtilegur leikur þar sem báðir þjálfarar hafa þjálfað mig en ég hallast meira að HK í þessum leik. Verður samt spenna og það verður allt jafnt í hálfleik en svo koma 2 mörk á síðust 10 mínútum og HK tekur öll stigin heim.

16:00 Leiknir 1 - 1 Völsungur
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið en Leiknis menn halda áfram og komast yfir snemma en missa aðeins dampinn og Völsungur nær að jafna og liðin deila stigunum í þessum leik.

16:00 Þór 3 - 1 ÍR
Þór í Boganum eru alltaf Þór í Boganum sagði Biggi Hlyns mér og þeir ná að landa góðum sigri og minnka muninn í þessari topp baráttu, en Marc Ausland nær auðvitað einu marki úr föstu leikatriði

17:00 Fjölnir 0 - 2 Selfoss
Sex stiga leikur og þetta verður stór útisigur hjá Selfyssingum, ná að spyrna sér aðeins frá botninum og koma sér á skrið.

19:15 Keflavík 3 - 0 Fylkir
Fylkismenn ekki að fara nægilega vel af stað og þeir ná ekki að koma sér í gang í Keflavík, kemur stress í Árbæinn eftir þennan leik. Gulli með þrennu og rautt.

19:15 Þróttur 3 - 2 Njarðvík
Skemmtilegasti leikurinn að mínu mati og verður markaleikur. En Þróttararnir hafa betur með Kri vélinni að teikna boltann á menn og Aron Snær og Villa Kaldal að klára vel. Auðvitað kemur Viggó sér á blað en það dugar ekki í Laugardalnum

Fyrri spámenn:
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Elmar Kári (1 réttur)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 8 5 3 0 12 - 4 +8 18
2.    HK 8 4 2 2 15 - 8 +7 14
3.    Njarðvík 7 3 4 0 17 - 7 +10 13
4.    Grindavík 7 3 2 2 20 - 15 +5 11
5.    Þór 7 3 2 2 17 - 14 +3 11
6.    Þróttur R. 7 3 2 2 13 - 11 +2 11
7.    Keflavík 6 3 1 2 14 - 8 +6 10
8.    Völsungur 7 3 0 4 10 - 16 -6 9
9.    Fylkir 8 1 4 3 9 - 12 -3 7
10.    Leiknir R. 8 2 1 5 9 - 21 -12 7
11.    Selfoss 7 2 0 5 6 - 15 -9 6
12.    Fjölnir 8 0 3 5 7 - 18 -11 3
Athugasemdir