Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 09. júlí 2013 16:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Dalvíkur 
Tvíburabræður frá Dalvík æfa með FC Kaupmannahöfn
Mynd: Dalvík
Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir eru á leið til FC Kaupmannahafnar þar sem þeir munu æfa með unglingaliði félagsins í viku í byrjun ágúst.

Báðir leikmennirnir eru frá Dalvík en þeir eru á eldra ári í fjórða flokki.

Aðdragandinn var sá að Barna-og unglingaráð Dalvíkur sendi Nökkva í knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni um miðjan júní og þar vakti hann athygli íslensks umboðsmanns og útsendara FCK.

Sá setti sig í samband við foreldra Nökkva og yfirþjálfara Dalvíkur og fékk að koma í heimsókn til að kynna áhuga sinn.

Ekki minnkaði áhuginn þegar hann uppgötvaði að Nökkvi á tvíburabróður með mikla fótboltahæfileika líka en þetta kemur fram á heimasíðu Dalvíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner