Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 09. júlí 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Heldur upp á 17 ára afmæli sitt í Þýskalandi - „Ótrúlega ánægður“
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: EPA
Lamine Yamal, 16 ára gamall leikmaður spænska landsliðsins, var valinn besti leikmaður liðsins í 2-1 sigrinum á Frakklandi í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og var auðvitað í skýjunum er hann ræddi við LA 1 eftir leik.

Yamal varð yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins er hann skoraði stórbrotið mark af 25 metra færi í stöng og inn. Spánn jafnaði metin með markinu og gerði Dani Olmo sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Börsungurinn er nú kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar á mótinu, sem eru ótrúlegar tölur miðað við aldur hans.

„Við vorum í erfiðu augnabliki og enginn að búast við marki svo snemma. Ég vildi setja boltann nákvæmlega þangað sem hann fór þannig ég er ótrúlega ánægður. Ég reyndi að ofhugsa þetta ekki, njóta þess og hjálpa liðinu. Ég er ánægður með sigurinn, enda vil ég bara vinna. Ég mun fagna afmæli mínu með liði mínu hér í Þýskalandi,“ sagði Yamal.

Á laugardaginn fagnar hann 17 ára afmæli sínu og daginn eftir mætir hann Englandi eða Hollandi í úrslitaleik Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner