Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, hefur sagt upp sem þjálfari sænska B-deildarliðsins Skövde. Hann segir að ástæðan sé sú að hann sakni fjölskyldu sinnar sem búsett sé á Íslandi og það hafi tekið starfsorku frá sér.
Túfa er fyrrum þjálfari KA og Grindavíkur og þá var hann aðstoðarþjálfari Vals. Hann hélt svo til Svíþjóðar og tók við Öster en var látinn fara eftir síðasta tímabil.
Túfa tók við Skövde í janúar og gerði þá tveggja ára samning við félagið. Liðið situr nú í þrettánda sæti B-deildarinnar.
Túfa er fyrrum þjálfari KA og Grindavíkur og þá var hann aðstoðarþjálfari Vals. Hann hélt svo til Svíþjóðar og tók við Öster en var látinn fara eftir síðasta tímabil.
Túfa tók við Skövde í janúar og gerði þá tveggja ára samning við félagið. Liðið situr nú í þrettánda sæti B-deildarinnar.
„Þetta er besta niðurstaðan fyrir alla aðila. Við þökkum Túfa fyrir hans starf og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir á heimasíðu Skövde.
„Af fjölskylduástæðum, þar sem fjölskylda mín býr á Íslandi, get ég því miður ekki klárað það verkefni sem við hófum saman. Með mikilli vinnu byggðum við upp hóp sem getur gert góða hluti, bættum umgjörðina og æfingaskipulagið og komum inn meiri fagmennsku. Liðið er á góðum stað fyrir baráttuna seinni hluta tímabils," er haft eftir Túfa.
Vi vill härmed meddela att Srdjan ”Tufa” Tufegdzic väljer att inte slutföra sitt uppdrag hos oss. I stället återvänder han till sin familj på Island. Vi tackar "Tufa" för hans tid hos oss och önskar honom all lycka i framtiden.
— Skövde AIK (@skovdeaik) July 8, 2024
Läs mer på https://t.co/7yweq96IAE
?????? #skovdeaik pic.twitter.com/UtYD2UXeuU
Athugasemdir