Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur við 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víkingum í kvöld.
Stjörnumenn fengu tvö rauð spjöld í leiknum sem Rúnar segir ekki hafa verið rétt dæmd.
Stjörnumenn fengu tvö rauð spjöld í leiknum sem Rúnar segir ekki hafa verið rétt dæmd.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Víkingur R.
„Hrikaleg vonbrigði, við missum hausinn á 80.mínútu. Mér fannst við mikið betri aðilinn í þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson. „Þetta var hrikalega kærkomið mark sem við fengum hérna."
Rúnar segir rauðu spjöldin ekki hafa verið rétt.
„Mér fannst þetta rauða spjald vera þvílík þvæla og bæði rauðu spjöldin. Við erum komnir yfir og eigum að sigla þessu í land."
„Præst er hérna og tæklar manninn, hann hefði getað sett gult spjald á þetta en ekki rautt. Síðan er einhver þvaga hjá markmanninum, hann missir boltann og hann tekur eitthvað random ákvörðun að gefa honum rautt spjald. Svo Brynjar fór útaf líka."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir