Þórhallur var eðlilega svekktur eftir tap hjá sínum mönnum gegn Þór fyrr í kvöld.
Þórsarar mættu í Laugardalinn og unnu Þróttara 3-1 í Inkasso deild karla.
Þórsarar mættu í Laugardalinn og unnu Þróttara 3-1 í Inkasso deild karla.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 3 Þór
„Nei alls ekki, við förum bara í alla leiki til að sigra og tökum bara einn leik fyrir í einu og þessvegna er ég ekki sáttur með að tapa í dag.'' Voru fyrstu orð Þórhalls eftir leik.
Er Þórhallur sáttur með tímabilið hingað til?
„Já við erum bara á ákveðinni vegferð með þetta verkefni, að þróa okkur sem hóp og sem lið og erum bara á ágætum stað í því ferli.''
Er Þórhallur þá að undirbúa liðið meira fyrir næstu leiktíð?
„Nei ég get ekki sagt það því það yrði skrýtið hugarfar fyrir hvern einasta leik, vonandi hjálpar það okkur í komandi verkefnum og mánuðum.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar talar Þórhallur um frammistöðu sinna manna, leikinn, framhaldið og Jasper Van Der Hayden sem byrjaði leikinn á bekknum.
Athugasemdir