Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 15:22
Aksentije Milisic
Fer Bale frá Real Madrid á láni?
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um Gareth Bale og stöðu hans hjá Real Madrid. Bale neitaði að ferðast í leikinn gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni þegar Real Madrid féll úr leik.

Bale hefur setið sem fastast á bekknum hjá Real eftir að tímabilið fór aftur af stað og hefur verið duglegur að spila golf og virðist hafa lítinn áhuga á fótboltanum.

Bale var nálægt því að fara til Kína síðasta sumar en þau félagsskipti gengu ekki í gegn að lokum. Bale er á ofurlaunum hjá Real Madrid og því erfitt fyrir Real að finna nýtt lið fyrir leikmanninn.

Bale vill ekki lækka í launum og er til í að sitja út samning sinn hjá Real. Hins vegar gæti verið komin lausn í þessu máli en hann gæti farið á láni frá Real Madrid þar sem félagið myndi borga hluta af launum hans.

Bale á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Real og kallaði Rio Ferdinand eftir því á dögunum að hann og félagið ætti að finna lausn á stöðu hans hjá liðinu sem fyrst. Ferdinand sagði að það væri synd af fólk fengi ekki að sjá svona frábæran leikmann spila í hverri viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner