Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn)
Mynd: Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Hulda Margrét
Grímur Ingi Jakobsson.
Grímur Ingi Jakobsson.
Mynd: Hulda Margrét
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn er uppalinn hjá Gróttu og lék sína fyrstu leiki fyrir félagið sumarið 2018. Þá skoraði hann þrjú mörk í þremur leikjum. Á síðustu leiktíð lék hann tólf leiki í 1. deild og skoraði eitt mark.

Orri samdi við FC Kaupmannahöfn eftir síðustu leiktíð og æfir með unglingaliði félagsins. Hann á að baki þrettán unglingalandsleiki og í þeim hefur hann skorað níu mörk.

Sjá einnig:
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Þrettán ára með tvennu í 2. deild - „Ætlaði að ná þrennunni"

Fullt nafn: Orri Steinn Óskarsson

Gælunafn: Ekki hægt að finna fyrir mig

Aldur: 15 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2018, 13 ára

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Örugglega Joe and the Juice

Hvernig bíl áttu: Hyundai Tucson soon

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Roddy Ricch

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nutella, snickers bita og oreo, kannski kökudeig á góðum degi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hej. Kom op til mig når I har trænet

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt:Myndi liklegast segja Liam Morrison í Bayern setti mig í vasann gegn skotlandi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hákon Haraldsson á æfingum jesus kristur

Sætasti sigurinn: Vinna Hauka 4-0 og komast upp í Pepsi Max deildina

Mestu vonbrigðin: Tapa í undanurslitum gegn FH í 3.flokki fór illa í mann

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Grímur Ingi Jakobsson er velkominn

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óliver Dagur er galið fallegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margrét Rán Rúnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jeffrey Papa Adjei Broni

Uppáhalds staður á Íslandi: Seltjarnarneslaug

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar eg og Valtýr vinur minn tókum Memphis Depay og Wijnaldum fagnið í beinni útsendingu móti Magna og Haukum

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Drekk einhvern ógeðsdrykk

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman af körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Superfly

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Vandræðalega lélegur í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Reyndi Neymar jr touchið í beinni útsendingu, boltinn endaði langt útaf því miður

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:Myndi taka mína menn Grím Inga og Kjartan Kára og síðan tæki ég Hákon Haraldss með mér bara svo við gætum strítt honum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var kominn í skóstærð 46 12 ára

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bæði Kristall Máni og Hákon Haraldsson, tveir mjúkustu menn sem ég hef kynnst

Hverju laugstu síðast: Lýg ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Allt án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner