Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 17:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sturridge í miklu uppáhaldi hjá Orra Stein
Sturridge í miklu uppáhaldi hjá Orra Stein
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigri þeirra gegn Haukum í lokaumferð Inkasso deild karla. Orri er fæddur árið 2004 og er einnig sonur Óskars Hrafns þjálfara Gróttu. Orri kom fyrst á sjónarsvið þegar hann var 13 ára, kom inn á í 2. deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri þeirra gegn Hetti.

"Þetta er eitt af því ljúfasta sem ég hef upplifað á ævi minni og ég get eiginlega ekki lýst þessi, þetta er búið að vera draumur síðan maður var lítill krakki og að taka þátt í þessu er bara æðislegt" Sagði Orri eftir að tryggja sæti í Pepsi-Max og verða Inkasso meistarar.

Orri er þekktur fyrir að spila svona ungur að aldri og einnig að vera sonur þjálfara liðsins. "Það breytir engu að pabbi sé að stjórna, hann er geggjaður þjálfari og treystir leikmönnunum sínum, búið að vera geggjað að vera partur af þessu og að fá þetta tækifæri" Sagði Orri um pabba sinn Óskar Hrafn.

Eftir að Orri skoraði markið sitt í dag kaus hann að fagna eins og Daniel Sturridge fyrrum framherji enska landsliðisins og Liverpool og þetta hafði Orri að segja "Ég er bara Daniel Sturridge það er bara ekki flóknara en það, við erum bara bræður"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eins og áður hefur komið fram er Orri ekki nema 15 ára gamall og er ekki nálægt því að vera nógu gamall til að fá að drekka áfengi og var hann spurður hvort hann yrði kominn heim fyrir klukkan 12 í kvöld þegar liðsfélagar hans í Gróttu fara á skrallið. "Ég get ekki lofað því þannig bara Sorry mamma ég get það ekki"
Athugasemdir
banner
banner