Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. ágúst 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Poolarinn Coady spenntur að spila fyrir Everton - „Ég var örvæntingafullur"
Conor Coady í leik með Liverpool
Conor Coady í leik með Liverpool
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Conor Coady mun spila fyrir Everton á þessari leiktíð en hann gekk í gær í raðir félagisns á láni frá Wolves. Hann er fæddur og uppalinn í Liverpool og er mikill stuðningsmaður erkifjendanna.

Coady, sem er 29 ára gamall, fór í gegnum unglingastarf Liverpool og spilaði þá tvo leiki fyrir aðalliðið.

Hann var seldur til Huddersfield Town áður en hann gekk í raðir Wolves árið 2015. Þar hann hefur hann tekið miklum framförum sem knattspyrnumaður og hefur það skilað honum í enska landsliðið og er hann álitinn með betri varnarmönnum deildarinnar.

Coady er yfirlýstur stuðningsmaður Liverpool og hefur hann aldrei farið leynt með það, en var þó örvæntingafullur á að ganga í raðir Everton.

„Ég skil hvaða þýðingu það hefur að vera partur af þessu félagi. Ég ólst upp í borginni og veit vel hversu stórt félagið er og ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég mjög örvæntingafullur að spila fyrir þetta félag. Ég á vini og fjölskyldu sem eru rosalegir stuðningsmenn Everton," sagði Coady við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner