Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 09. ágúst 2023 16:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný á von á öðru barni
Dagný með syni sínum.
Dagný með syni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir á von á öðru barni með eiginmanni sínum Ómari Páli Sigurbjartssyni.

Þau eiga fyrir soninn Brynjar Atla.

„Mér finnst ótrúlegt hversu mikið félagið hefur stutt mig með son minn. Það eru ekki öll félög sem myndu leyfa mér að fá strákinn minn inn á æfingasvæðið og inn á völlinn. Ég er mjög þakklát fyrir að hann fái að upplifa alla þessa reynslu með mér og þess vegna er hann mikill West Ham aðdáandi í dag og mun vera það sem eftir er af lífi sínu," segir Dagný.

„Þetta er bara ein stór fjölskylda og ég er spennt að það sé að bætast við þá fjölskyldu."

Dagný er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir West Ham og íslenska landsliðið en fram kemur á heimasíðu enska félagsins að hún muni ekki spila neitt á komandi keppnistímabili.

Við á Fótbolta.net óskum Dagnýju innilega til hamingju með þessar fréttir!


Athugasemdir
banner
banner
banner