Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   mán 09. september 2019 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Arnór Ingvi: Vitum við hverju á að búast
Icelandair
Arnór Ingvi í leiknum gegn Albaníu á Laugardalsvelli í júní.
Arnór Ingvi í leiknum gegn Albaníu á Laugardalsvelli í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Íslands í 3-0 sigri gegn Moldóvum á laugardaginn.

„Það er ekki oft sem ég hef byrjað landsleiki. Ég hef verið meira í að koma inn á og hjálpa þannig. Landsleikirnir hafa gengið vel og við höfum verið að vinna. Það var gott að koma inn á og fá 90 mínútur og sigurleik," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í dag.

„Ég spilaði hægra megin en er vanari því að vera vinstra megin. Mér fannst ég leysa þetta ágætlega."

Á morgun mætir Ísland liði Albaníu ytra í mikilvægum leik. Vonast Arnór eftir að byrja þar líka? „Auðvitað vil ég spila en ég vil ekki gera mér rosalegar vonir," sagði Arnór.

„Albanir eru aðeins sterkari en Moldóva tel ég. Við höfum mætt þeim áður og vitum við hverju á að búast. Þetta verða návígi og þeir eru harðir fyrir. Við þurfum að vera ofan á í þeirri baráttu," sagði Arnór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner