Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. september 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Rooney um komu Ronaldo: Man Utd getur barist um titilinn
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United, telur að hans gamla félag geti nú barist um Englandsmeistaratitilinn.

Rooney er markahæsti leikmaður bæði United og enska landsliðsins frá upphafi en hann stýrir nú Derby í ensku B-deildinni.

Hann er afar spenntur fyrir United á þessari leiktíð og þá sérstaklega eftir að Cristiano Ronaldo samdi við félagið á lokadegi gluggans.

„Hvaða áhrif mun Ronaldo hafa á liðið? Gríðarlega mikil. Hann er ennþá einn af bestu leikmönnum heims," sagði Rooney við talkSport.

„Við sáum það í leiknum gegn Írlandi á dögunum hvað hann er fær um að gera. Hann skoraði tvö geggjuð skallamörk á lokamínútunum þannig hann getur haft mikil áhrif."

„United er loksins tilbúið í að berjast um titilinn og þeir verða að gera það á þessu ári. Ronaldo verður mikilvægur og mun eiga stór augnablik á þessu tímabili. Hann mun pottþétt skora mikið af mörkum."


Rooney fylgist vel með United og telur að Cristiano komi til með að hafa umtalsverð áhrif á yngri leikmenn félagsins.

„Ég fylgist með Man Utd. Ég vil að þeim gangi vel og það er frábært að félagið hafi fengið Cristiano aftur. Hugarfar hans mun smitast í yngri leikmennina, þannig þetta er frábær tímasetning."

„Cristiano veit það sjálfur að þetta verður ekki einfalt eða eins auðvelt og þetta var á Spáni og Ítalíu. Þetta er sterk deild og hann veit það. Hann verður vel undirbúinn og klár í að skora aftur mörk fyrir United,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner