Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 09. október 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hugo Viana efstur á lista hjá Man City
Hugo Viana er 41 árs gamall. Hann lagði skóna á hilluna 2016.
Hugo Viana er 41 árs gamall. Hann lagði skóna á hilluna 2016.
Mynd: Getty Images
Txiki Begiristain er á sínu síðasta tímabili sem yfirmaður fótboltamála hjá Manchester City og ætlar hann í frí frá fótbolta eftir að tímabilinu lýkur.

Man City þarf því að ráða inn nýjan yfirmann fótboltamála og greinir Fabrizio Romano frá því að Hugo Viana sé efstur á listanum.

Man City ætlar að stela Viana frá Sporting CP í Portúgal, þar sem hann hefur starfað síðan 2018 við frábæran orðstír.

Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Viktor Gyökeres, Ousmane Diomande og Morten Hjulmand sem hafa reynst gríðarlega mikilvægir fyrir félagið.

Viana lék meðal annars fyrir Newcastle United og Valencia á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk portúgalska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner