Orlando City í bandarísku MLS deildinni ætlar að reyna fá brasilíska framherjann Richarlison frá Tottenham næsta sumar.
Orlando hefur verið í sambandi við brasilíska landsliðsmanninn og vilja ræða við umboðsmanninn hans í London.
Orlando hefur verið í sambandi við brasilíska landsliðsmanninn og vilja ræða við umboðsmanninn hans í London.
Ricardol Moreira, yfirmaður fótboltamála hjá Orlando, hefur rættvið umboðsmenn Richarlison en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið í lykilhlutverki á þessu tímabili.
Richarlison gekk til liðs við Tottenham frá Everton fyrir 60 milljónir punda árið 2022. Hann hefur skorað þrjú mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Dagur Dan Þórhallsson er leikmaður Orlando City en samningur hans við félagið er í gildi út næsta ár. Félagið er með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Athugasemdir