
Lionel Messi fór fyrir sínu liði er Argentína vann sigur gegn Hollandi í átta-liða úrslitum HM í Katar.
Messi skoraði og lagði upp í leik sem endaði 2-2. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Messi úr sínu víti er Argentínumenn höfðu betur.
Messi skoraði og lagði upp í leik sem endaði 2-2. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Messi úr sínu víti er Argentínumenn höfðu betur.
Það var mikill hiti í leiknum og sauð upp úr á einum tímapunkti.
Núna er í dreifingu mynd sem var tekin beint eftir að Lautaro Martinez skoraði úr síðasta vítinu. Nokkrir af leikmönnum Argentínu beindu fagnaðarlátum sínum að sorgmæddum Hollendingum.
What a photo this is by @paulmjchilds of @Reuters pic.twitter.com/jnpu3tXiMm
— Ally McKay (@a11ymckay) December 9, 2022
Þá var einnig hiti eftir leik er Messi, sem er einnn besti fótboltamaður sögunnar, var í viðtali við argentínska sjónvarpsstöð. Hann var ósáttur við einhvern sem gekk þar fram hjá en mögulega kom sá aðili úr herbúðum Hollands. Messi er ekki vanur að æsa sig en hann gerði það þarna.
„Hvað ertu að horfa á hálfviti? Farðu í burtu," sagði Messi æstur en myndband af þessu má sjá hér að neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) December 9, 2022
Athugasemdir