Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 09. desember 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Davíð spilar líklega sinn síðasta leik fyrir Blika á fimmtudag - „Hans verður sárt saknað“
Davíð Ingvarsson
Davíð Ingvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik fyrir félagið er það mætir Zorya í lokaumferðinni í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudag, en þetta sagði Halldór Árnason, þjálfari Blika, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Bakvörðurinn hefur staðið sig vel á löngu og ströngu tímabili Blika, en því lýkur formlega á mánudag.

Davíð, sem er 24 ára gamall, er uppalinn í FH, en skipti yfir í Breiðablik í 3. flokki.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Blika árið 2017 og hefur síðan þá spilað 131 leik og skorað 2 mörk í öllum helstu keppnum.

Þetta verður að öllum líkindum hans síðasta tímabili með Blikum, en samningur hans rennur út um áramótið og leitar hugur hans erlendis.

Í september heimsótti hann tékkneska úrvalsdeildarfélagið Ceske Budejovice og skoðaði þar aðstæður, en hann hefur einnig verið orðaður við félög í Noregi og Svíþjóð. Halldór telur það líklegast að hann sé á förum.

„Ég hef ekkert fengið staðfest. Það er ekkert leyndarmál að Davíð hefur verið í viðræðum erlendis og hefur áhuga á að reyna fyrir sér í atvinnumennsku sem er mjög skiljanlegt. Ekkert staðfest enn þá en það lítur út fyrir að hann muni yfirgefa okkur eftir þetta tímabil. Hans verður sárt saknað og búinn að vera frábær síðustu vikur í okkar liði,“ sagði Halldór við Fótbolta.net í gær.
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Athugasemdir
banner
banner
banner