Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur á leik Bournemouth og Manchester United sem nú fer fram á Old Trafford.
MUTV, sjónvarpsstöð Manchester United, tók forsetann okkar í viðtal og þar tjáði Guðni sig aðeins um Bournemouth liðið og Rasmus Höjlund, sóknarmann Manchester United.
„Bournemouth er sterkt lið sem er búið að tengja saman nokkra sigra í röð núna, en við spiluðum vel á móti Chelsea," sagði Guðni við MUTV.
„Ef ég ætti eina ósk um jólagjöf þá væri það að fá deildarmark frá Hojlund. Það mun gerast á endanum og hver veit, kannski gerist það í dag."
Manchester United deildi viðtalinu á samfélagsmiðlum sínum og má sjá það hér fyrir neðan.
It's not every day we welcome the president of Iceland to Old Trafford...
— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2023
A pleasure to have you, Gudni Johannesson ????????#MUFC || #MUNBOU