Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 10. janúar 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Bjarkaleikurinn í Kórnum
Bjarkaleikurinn er á morgun
Bjarkaleikurinn er á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
FH og KR spila bæði um helgina
FH og KR spila bæði um helgina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera á undirbúningstímabilinu á Íslandi en margir frábærir leikir eru um helgina. HK og Breiðablik mætast í A-deild Fótbolta.net mótsins en þessi nágrannaslagur mun nefnast Bjarkaleikurinn.

Bjarkaleikurinn er nefndur eftir Bjarka Sigvaldasyni sem lést á síðasta ári eftir baráttu við langvarandi veikindi. Félögin höfðu ákveðið að hafa einn leik árlega þar sem HK og Breiðablik mætast en selt verður inn í Kórinn og mun ágóðinn renna óskertur í gott málefni hverju sinni.

Það eru fjölmargir aðrir leikir í mótinu en FH og ÍBV mætast auk þess sem ÍA og Stjarnan eigast við í Akraneshöllinni.

Kjarnafæðismótið er þá í fullum gangi sem og Reykjavíkurmót karla- og kvenna.

Hægt er að sjá alla leiki helgarinnar hér fyrir neðan.

Föstudagur:

Fótbolta.net mótið - B-deild
20:00 Haukar - Þróttur V. (Kórinn) - Riðill 2

Reykjavíkurmót karla:
19:00 KR - Fylkir (Egilshöll) - A-riðill
21:00 ÍR - Fjölnir (Egilshöll) - A-riðill

Kjarnafæðismót karla:
19:00 KA - Magni (Boginn) - A-deild
21:15 Þór 2 - KF (Boginn) - B-deild

Laugardagur:

Fótbolta.net mótið A-deild:
11:15 HK - Breiðablik (Kórinn) - Riðill 1
11:30 ÍA - Stjarnan (Akraneshöllin) - Riðill 2
11:45 FH - ÍBV (Skessan) - Riðill 1
12:00 Grótta - Grindavík (Vivaldi-völlurinnn) Riðill 2

Fótbolta.net mótið B-deild:
16:00 Njarðvík - Selfoss (Reykjaneshöllin) - Riðill 1
17:00 Vestri - Keflavík (Skessan) - Riðill 2

Reykjavíkurmót karla:
15:15 Valur - Fram (Egilshöll) - B-riðill
17:15 Víkingur R. - Leiknir R. (Egilshöll) - B-riðill

Kjarnafæðismót karla
17:15 Dalvík/Reynir - Leiknir F. (Boginn) - B-deild

Faxaflóamót kvenna:
11:00 Breiðablik - Selfoss (Fífan) - A-riðill
15:30 ÍA - Grótta (Akraneshöllin) - B-riðill

Sunnudagur:

Fótbolta.net mótið B-deild:
16:00 Víkingur Ó. - Afturelding (Akraneshöllin) - Riðill 1

Reykjavíkurmót kvenna:
15:15 KR - Víkingur R. (Egilshöll) - A-riðill
17:15 Fylkir - Valur (Egilshöll) - A-riðill
19:15 Þróttur R. - Fjölnir (Egilshöll) - A-riðill

Kjarnafæðismót karla:
13:15 Þór - Völsungur (Boginn) - A-deild
17:15 Höttur/Huginn - Kormákur/Hvöt (Boginn) - B-riðill

Faxaflóamót kvenna:
12:00 Keflavík - FH (Reykjaneshöllin) - A-riðill
14:00 HK - ÍBV (Kórinn) - B-riðill

Athugasemdir
banner