Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 10. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Nýliðinn í landsliðinu er tvífari Ryan Gosling
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður IK Brage, var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti.

Bjarni Mark er uppalinn á Siglufirði en árið 2013 fjölluðu siglfirdingur.is og mbl.is um líkindi Bjarna og leikarans Ryan Gosling.

Á tíma sínum í Menntaskólanum á Akureyri ku Bjarni hafa verið kallaður Bjarni Gosling eða Ryan Duffield vegna líkinda sinna og leikarans.

Bjarni fór frá KA til Brage fyrir síðasta tímabil og lék vel í sænsku B-deildinni á síðasta tímabili.

Árið 2012 birti Fótbolti.net annan tvífara Gosling en það er Andri Júlíusson leikmaður Kára.

Smelltu hér til að sjá myndir af Bjarna og Gosling á vef mbl.
Athugasemdir
banner
banner