Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum, þar sem Roma og Inter áttust við í stórleik. Leikurinn var afar jafn og nokkuð tíðindalítill en þó voru skoruð fimm mörk.
Miðverðirnir Francesco Acerbi og Gianluca Mancini skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleik, áður en Stephan El Shaarawy kom heimamönnum í Róm yfir skömmu fyrir leikhlé.
Það var í upphafi síðari hálfleiks sem gestirnir frá Mílanó sneru stöðunni við, með Marcus Thuram í lykilhlutverki. Thuram jafnaði á 49. mínútu og átti svo stóran þátt í sjálfsmarki Angelino skömmu síðar.
Inter komst þar með í forystu á ný og tókst að halda henni til leiksloka. Alessandro Bastoni skoraði fjórða markið í uppbótartíma til að innsigla sigurinn og eru lærisveinar Simone Inzaghi með sjö stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar, á meðan Roma situr í fimmta sæti.
Þetta er fyrsta tap Daniele De Rossi við stjórnvölinn hjá Roma eftir að hann tók við af José Mourinho.
Lazio heimsótti þá Cagliari fyrr í dag, þar sem lærisveinar Maurizio Sarri byrjuðu betur og komust í tveggja marka forystu.
Heimamenn, sem leika undir stjórn Claudio Ranieri, áttu góðan leik og minnkuðu muninn á 51. mínútu, en það dugði ekki til.
Lokatölur urðu 1-3 fyrir Lazio, sem er aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Roma eftir þennan sigur. Þetta var fjórði tapleikur Cagliari í röð og er liðið aðeins með 18 stig eftir 24 umferðir, í næstneðsta sæti deildarinnar.
Roma 2 - 4 Inter
0-1 Francesco Acerbi ('17 )
1-1 Gianluca Mancini ('28 )
2-1 Stephan El Shaarawy ('44 )
2-2 Marcus Thuram ('49 )
2-3 Angelino ('56 , sjálfsmark)
2-4 Alessandro Bastoni ('93)
Cagliari 1 - 3 Lazio
0-1 Alessandro Deiola ('26 , sjálfsmark)
0-2 Ciro Immobile ('49 )
1-2 Gianluca Gaetano ('51 )
1-3 Felipe Anderson ('65 )
Athugasemdir