Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 10. mars 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Blikar í undanúrslit - Fyrsti sigur Þróttar
Birta Georgsdóttir skoraði fyrir Blika
Birta Georgsdóttir skoraði fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Elísa Lana skoraði tvö.
Elísa Lana skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik er komið í undanúrslit í A-deild Lengjubikarsins eftir 3-0 á KR í kvöld en liðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Þróttur R. vann þá Keflavík, 2-0.

Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði tvívegis fyrir Blika gegn KR í kvöld og þá gerði Birta Georgsdóttir eitt mark.

Blikar hafa unnið alla fjóra leiki sína og eru á toppnum með fullt hús stiga en það er ljóst að liðið er komið í undanúrslit eftir sigur kvöldsins. ÍBV og Keflavík eru bæði með 6 stig en eiga eftir að mæta innanbyrðis.

Í B-deildinni vann Víkingur R. þriðja leik sinn með því að kjöldraga Hauka, 7-0. Bergdís Sveinsdóttir skoraði þrennu á fyrstu 22 mínútum leiksins. Víkingur er í efsta sæti B-deildar með 9 stig.

FH vann þá Augnablik 4-2 en þetta voru fyrstu stig FH í Lengjubikarnum. Elísa Lana skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Úrslit og markaskorarar:

Þróttur R. 2 - 0 Keflavík
1-0 Sæunn Björnsdóttir ('14 )
2-0 Sóley María Steinarsdóttir ('60 )

Breiðablik 3 - 0 KR
1-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('21 )
2-0 Birta Georgsdóttir ('44 )
3-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('61 )

B-deild:

FH 4 - 2 Augnablik
Mörk FH: Sjálfsmark, Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir x2

Víkingur R. 7 - 0 Haukar
1-0 Bergdís Sveinsdóttir ('3 )
2-0 Bergdís Sveinsdóttir ('20 )
3-0 Bergdís Sveinsdóttir ('22 )
4-0 María Björg Marinósdóttir ('25 )
5-0 Tara Jónsdóttir ('33 )
6-0 Ólöf Hildur Tómasdóttir ('52 )
7-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner