FH er komið áfram í undanúrslit A-deild Lengjubikarsins eftir 3-0 sigur á Fylki í kvöld en á sama tíma gerðist Stjarnan fyrsta liðið til að vinna Breiðablik með því að vinna 4-1 sigur á Samsung-vellinum.
Blikar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í A-deildinni fram að leiknum í kvöld en Stjarnan náði þriggja marka forystu í leiknum áður en Sölvi Snær Guðbjargarson minnkaði muninn.
Stjarnan bætti við fjórða markinu þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Björn Berg Bryde fékk að líta rauða spjaldið í liði Stjörnunnar undir lok leiks.
Stjarnan er með 10 stig í efsta sæti á meðan Blikar eru með 9 stig og eiga leik til góða á Stjörnumenn.
FH er þá komið í undanúrslit eftir 3-0 sigur á Fylki. Baldur Logi Guðlaugsson, Jónatan Ingi Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mörk FH-inga.
FH er með 13 stig á toppnum í riðli 4 og er komið í undanúrslit A-deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar:
Stjarnan 4 - 1 Breiðablik
Markaskorarar Stjörnunnar: Adolf Daði Birgisson 2, Emil Atlason, Ólafur Karl Finsen.
Markaskorari Breiðabliks: Sölvi Snær Guðbjargarson.
Fylkir 0 - 3 FH
Markaskorarar: Baldur Logi Guðlaugsson, Jónatan Ingi Jónsson, Kristinn Freyr Sigurðsson.
Athugasemdir