Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
   fim 10. mars 2022 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margt við starfið sem heillaði - „Aníta á eftir að ná mjög langt í þjálfun"
,,Sammála um að gera þetta eins og við séum í Bestu deildinni''
Óskar Smári Haraldsson
Óskar Smári Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar þjálfari Stjörnunnar og Aníta þjálfari KR.
Óskar þjálfari Stjörnunnar og Aníta þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tóku við þjálfun liðsins í haust.
Tóku við þjálfun liðsins í haust.
Mynd: Fram
„Fyrstu mánuðurnir hjá Fram hafa verið góðir og skemmtilegir. Þetta er öðruvísi miðað við verkefnið frá því í fyrra og í raun líkara það sem ég var að gera í Stjörnunni. Það er mikið af góðu fólki í Fram, þetta er mjög skemmtilegt og ég er mjög ánægður með þetta til þessa," sagði Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum meistaraflokks kvenna, við Fótbolta.net.

Óskar var í fyrra annar af tveimur þjálfurum Tindastóls en þar á undan þjálfaði hann 2. flokk hjá Stjörnunni. Hvernig kom það til að Óskar ákvað að taka við starfi hjá Fram?

„Ég hætti hjá Stólunum, eins og áður hefur komið fram var ekki endursamið."

„Ég flutti suður, fundaði með nokkrum liðum og mér leist best á Fram. Nálgunin á mig frá þeim var góð og verkefnið sem slíkt skemmtilegt. Það var líka margt við félagið sem heillaði mig, æfingaaðstaðan sem við erum að fá er bara sú best á Íslandi."

„Svo kom það inn í myndina að vinna með Anítu líka, það hefur líka svolítið stór áhrif. Ég hef unnið með mörgum frábærum þjálfurum en ég ég hef aldrei unnið með kvenmanni. Mig langaði að taka þann slag og fá öðruvísi upplifun. Þetta hlutverk sem ég fæ er eitthvað sem heillaði og því ákvað ég að kýla á þetta og sé alls ekki eftir því. Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá mér."


Óskar Smári og Aníta Lísa Svansdóttir eru saman aðalþjálfarar. Hvernig hefur samstarfið gengið til þessa?

„Mjög vel, við tökum alveg umræðuna, förum fram og til baka með fullt af hlutum en við endum alltaf á sama stað sem er fyrir öllu. Við erum með sterka sýn á hlutina og erum sammála um að gera þetta eins og við séum í Bestu deildinni, að við séum að æfa eins og við séum í úrvalsdeild og búa til þannig kúltur, þrátt fyrir að við séum að spila í 2. deild, að leikmenn finni að við séum að leggja metnað og vinnu í okkar starf. Við rífumst alveg inn á milli en það hefur gengið mjög vel."

„Aníta Lísa er frábær þjálfari og hefur komið mér á óvart hversu öflug hún er sem þjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er aðalþjálfari í meistaraflokki og annað árið mitt - erum kannski saman ekki reynslumikil."

„Hún hefur komið mér á óvart á æfingasvæðinu, hvað hún er skipulögð og ég held að hún eigi eftir að ná mjög langt í þjálfun í framtíðinni."


Þekkturu hana eitthvað áður en þið byrjuðuð að þjálfa saman? „Já, við þekktumst aðeins en ekkert eins og núna. Fram var búið að hafa samband við mig og búið að hafa samband við hana í þjálfaraleitinni."

„Við enduðum sem einn þjálfari og við komumst saman á það og spurðum Fram hvort við gætum verið tveir aðalþjálfarar. Við fengum grænt ljós á það og tökum saman meistaraflokkinn og 4. flokk. Ég er mjög ánægður hingað til með okkar samstarf,"
sagði Óskar Smári.

Viðtalið við Óskar er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner