Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   fim 10. mars 2022 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margt við starfið sem heillaði - „Aníta á eftir að ná mjög langt í þjálfun"
,,Sammála um að gera þetta eins og við séum í Bestu deildinni''
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson
Óskar Smári Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar þjálfari Stjörnunnar og Aníta þjálfari KR.
Óskar þjálfari Stjörnunnar og Aníta þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tóku við þjálfun liðsins í haust.
Tóku við þjálfun liðsins í haust.
Mynd: Fram
„Fyrstu mánuðurnir hjá Fram hafa verið góðir og skemmtilegir. Þetta er öðruvísi miðað við verkefnið frá því í fyrra og í raun líkara það sem ég var að gera í Stjörnunni. Það er mikið af góðu fólki í Fram, þetta er mjög skemmtilegt og ég er mjög ánægður með þetta til þessa," sagði Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum meistaraflokks kvenna, við Fótbolta.net.

Óskar var í fyrra annar af tveimur þjálfurum Tindastóls en þar á undan þjálfaði hann 2. flokk hjá Stjörnunni. Hvernig kom það til að Óskar ákvað að taka við starfi hjá Fram?

„Ég hætti hjá Stólunum, eins og áður hefur komið fram var ekki endursamið."

„Ég flutti suður, fundaði með nokkrum liðum og mér leist best á Fram. Nálgunin á mig frá þeim var góð og verkefnið sem slíkt skemmtilegt. Það var líka margt við félagið sem heillaði mig, æfingaaðstaðan sem við erum að fá er bara sú best á Íslandi."

„Svo kom það inn í myndina að vinna með Anítu líka, það hefur líka svolítið stór áhrif. Ég hef unnið með mörgum frábærum þjálfurum en ég ég hef aldrei unnið með kvenmanni. Mig langaði að taka þann slag og fá öðruvísi upplifun. Þetta hlutverk sem ég fæ er eitthvað sem heillaði og því ákvað ég að kýla á þetta og sé alls ekki eftir því. Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá mér."


Óskar Smári og Aníta Lísa Svansdóttir eru saman aðalþjálfarar. Hvernig hefur samstarfið gengið til þessa?

„Mjög vel, við tökum alveg umræðuna, förum fram og til baka með fullt af hlutum en við endum alltaf á sama stað sem er fyrir öllu. Við erum með sterka sýn á hlutina og erum sammála um að gera þetta eins og við séum í Bestu deildinni, að við séum að æfa eins og við séum í úrvalsdeild og búa til þannig kúltur, þrátt fyrir að við séum að spila í 2. deild, að leikmenn finni að við séum að leggja metnað og vinnu í okkar starf. Við rífumst alveg inn á milli en það hefur gengið mjög vel."

„Aníta Lísa er frábær þjálfari og hefur komið mér á óvart hversu öflug hún er sem þjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er aðalþjálfari í meistaraflokki og annað árið mitt - erum kannski saman ekki reynslumikil."

„Hún hefur komið mér á óvart á æfingasvæðinu, hvað hún er skipulögð og ég held að hún eigi eftir að ná mjög langt í þjálfun í framtíðinni."


Þekkturu hana eitthvað áður en þið byrjuðuð að þjálfa saman? „Já, við þekktumst aðeins en ekkert eins og núna. Fram var búið að hafa samband við mig og búið að hafa samband við hana í þjálfaraleitinni."

„Við enduðum sem einn þjálfari og við komumst saman á það og spurðum Fram hvort við gætum verið tveir aðalþjálfarar. Við fengum grænt ljós á það og tökum saman meistaraflokkinn og 4. flokk. Ég er mjög ánægður hingað til með okkar samstarf,"
sagði Óskar Smári.

Viðtalið við Óskar er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner