Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel Kári ósáttur við sjálfan sig: Algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Eins og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag hefur Samúel Kári Friðjónsson beðið Gabriel Hrannar Eyjólfsson afsökunar eftir mjög ljóta tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í gær. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik og sem betur fer slapp Gabríel við meiðsli.

Samúel ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Það er lítið hægt að segja um tæklinguna í gær nema það að þetta var algjörlega óásættanlegt og algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir, bæði sem leikmaður og persóna. Svona á ekki að gerast á vellinum," segir Samúel.

„Ég er búinn að tala við bæði Óskar og Gabríel og biðjast afsökunar og menn hafa skilið sáttir. Mikilvægast er að Gabríel hafi ekki slasast," bætir Samúel við.

Samúel fær líklegast nokkra leiki í bann þegar aga- og úrskurðarnefnd birtir úrskurð sinn á morgun. Bannið mun þó einungis gilda í Lengjubikarnum og verður ekki tekið út á þessu tímabili þar sem Stjarnan er úr leik í keppninni. KR er hins vegar á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Fylki á föstudag.

Athugasemdir
banner
banner