Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgarstjórinn í London lætur Mourinho heyra það
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur látið Jose Mourinho, stjóra Tottenham, heyra það.

Það gerði Khan eftir að Mourinho hunsaði tilmæli stjórnvalda í Bretlandi með því að stjórna æfingu fyrir þrjá leikmenn sína í almenningsgarði.

Tanguy Ndombele, Davinson Sanchez og Ryan Sessegnon voru á æfingunni.

Útgöngubann er í Bretlandi og þurfa alltaf að vera tveir metrar á milli manna. Einnig er sú regla í gildi að aðeins má hreyfa sig utandyra með einum öðrum einstaklingi frá sínu eigin heimili.

Mourinho hefur viðurkennt mistök en Khan lét hann þrátt fyrir það heyra það.

„Fólk, þá sérstaklega börn sem styðja Spurs eða fylgjast með fótbolta, sér þessar myndir og segir: 'Ef það er allt í lagi fyrir þá, af hverju er það þá ekki allt í lagi fyrir mig?'"

„Spurðu sjálfan þig, er það sem þú ert að gera nauðsynlegt? Svarið er nei. Þú ert mögulega að dreifa veirunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner