Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mán 10. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wycombe skoðar að lögsækja - Gæti Derby fallið?
Derby slapp við fall á laugardag eftir mikla dramatík í lokaumferð Championship deildarinnar. Það voru Sheffield Wednesday, Wycombe og Rotherham sem féllu niður í C-deildina en Derby slapp með skrekkinn.

Wycombe er sagt vera að íhuga að lögsækja Derby sem endaði stigi fyrir ofan Wycombe. Derby hefur háð mikla baráttu við stjórn ensku neðri deildanna og í ágúst slapp félagið við dóm en ákveðið var að áfrýja þeirri niðurstöðu.

Það var talið eitthvað óeðlilegt við kaup eiganda Derby á leikvangi félagsins og einnig hvernig félagið afskrifaði samninga við leikmenn félagsins.

Ekki hefur fengist niðurstaða eftir seinni kæruna. Vilji Wycomber er sá að ef Derby verði dæmt brotlegt verði félaginu refsað og refsingin gildi á þessu tímabili, því sem lauk fyrir flest lið deildarinnar á laugardag.

Ekki er ljóst hvort refsingin yrði í formi frádráttar á stigum eða fjársektar en von Wycombe liggur í því að Derby tapi stigum á þessari leiktíð.

Stig voru dregin af Sheffield Wednesday í vetur eftir að félagið hafði eytt of háum fjárhæðum í leikmenn. Sex stig voru dregin af Uglunum en félagið hefði haldið sér uppi á kostnað Derby ef ekki hefði verið fyrir þann dóm.

Sjá einnig:
Derby County sleppur við refsingu - Búist við áfrýjun (12. ágúst '20)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 16 8 4 60 31 +29 56
2 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
3 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 8 7 32 34 -2 47
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Stoke City 27 12 5 10 32 23 +9 41
8 Watford 26 11 8 7 37 31 +6 41
9 Wrexham 28 10 11 7 39 34 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 35 +3 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Leicester 28 10 8 10 38 40 -2 38
14 Birmingham 28 9 9 10 36 37 -1 36
15 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
16 Southampton 27 8 9 10 39 40 -1 33
17 Sheffield Utd 26 10 2 14 36 39 -3 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 26 34 -8 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 40 -9 31
20 Norwich 28 8 6 14 32 40 -8 30
21 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
22 Portsmouth 25 7 7 11 22 35 -13 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 9 17 18 52 -34 -6
Athugasemdir
banner