Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 10. júní 2019 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin breyting á öryggismálum fyrir leikinn á morgun
Rétt tæplega 200 Tyrkir á leiknum
Icelandair
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spjallaði við Víði Reynisson, öryggisstjóra KSÍ, á Laugardalsvelli í dag.

Á morgun spilar Ísland við Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni EM. Athyglin virðist svolítið vera farin af leiknum sjálfum eftir það sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Því miður. Þetta atvik í gær með þennan bursta virðist vera að setja hlutina í annað samhengi," sagði Víðir.

Tyrknesku landsliðsmennirnir voru ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum í gær. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.

Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Víðir segir að engin breyting verði á öryggismálum fyrir leikinn.

„Við erum búin að hitta kollega okkar frá Tyrklandi og öryggismálin og annað í kringum leikinn verða bara eins og við lögðum upp með í upphafi."

Um biðina á flugvellinum segir Víðir:

„Isavia verður að svara fyrir það. Það sem ég get sagt er að þetta er eitthvað sem við þekkjum. Íslenska liðið eftir leik þar kom frá Konya fyrir tveimur árum og við fórum í gegnum sama ferli. Þetta snýr eitthvað að skráningu flugvallarins skilst mér."

Það má búast við rétt tæplega 200 Tyrkjum á leikinn á morgun.

Viðtalið við Víði má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner