Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 10. júní 2019 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin breyting á öryggismálum fyrir leikinn á morgun
Rétt tæplega 200 Tyrkir á leiknum
Icelandair
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spjallaði við Víði Reynisson, öryggisstjóra KSÍ, á Laugardalsvelli í dag.

Á morgun spilar Ísland við Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni EM. Athyglin virðist svolítið vera farin af leiknum sjálfum eftir það sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Því miður. Þetta atvik í gær með þennan bursta virðist vera að setja hlutina í annað samhengi," sagði Víðir.

Tyrknesku landsliðsmennirnir voru ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum í gær. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.

Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Víðir segir að engin breyting verði á öryggismálum fyrir leikinn.

„Við erum búin að hitta kollega okkar frá Tyrklandi og öryggismálin og annað í kringum leikinn verða bara eins og við lögðum upp með í upphafi."

Um biðina á flugvellinum segir Víðir:

„Isavia verður að svara fyrir það. Það sem ég get sagt er að þetta er eitthvað sem við þekkjum. Íslenska liðið eftir leik þar kom frá Konya fyrir tveimur árum og við fórum í gegnum sama ferli. Þetta snýr eitthvað að skráningu flugvallarins skilst mér."

Það má búast við rétt tæplega 200 Tyrkjum á leikinn á morgun.

Viðtalið við Víði má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner