Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 10. júní 2019 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin breyting á öryggismálum fyrir leikinn á morgun
Rétt tæplega 200 Tyrkir á leiknum
Icelandair
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spjallaði við Víði Reynisson, öryggisstjóra KSÍ, á Laugardalsvelli í dag.

Á morgun spilar Ísland við Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni EM. Athyglin virðist svolítið vera farin af leiknum sjálfum eftir það sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Því miður. Þetta atvik í gær með þennan bursta virðist vera að setja hlutina í annað samhengi," sagði Víðir.

Tyrknesku landsliðsmennirnir voru ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum í gær. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.

Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Víðir segir að engin breyting verði á öryggismálum fyrir leikinn.

„Við erum búin að hitta kollega okkar frá Tyrklandi og öryggismálin og annað í kringum leikinn verða bara eins og við lögðum upp með í upphafi."

Um biðina á flugvellinum segir Víðir:

„Isavia verður að svara fyrir það. Það sem ég get sagt er að þetta er eitthvað sem við þekkjum. Íslenska liðið eftir leik þar kom frá Konya fyrir tveimur árum og við fórum í gegnum sama ferli. Þetta snýr eitthvað að skráningu flugvallarins skilst mér."

Það má búast við rétt tæplega 200 Tyrkjum á leikinn á morgun.

Viðtalið við Víði má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner