Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 10. júní 2019 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin breyting á öryggismálum fyrir leikinn á morgun
Rétt tæplega 200 Tyrkir á leiknum
Icelandair
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Engar breytingar verða gerðar á öryggisgæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spjallaði við Víði Reynisson, öryggisstjóra KSÍ, á Laugardalsvelli í dag.

Á morgun spilar Ísland við Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni EM. Athyglin virðist svolítið vera farin af leiknum sjálfum eftir það sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Því miður. Þetta atvik í gær með þennan bursta virðist vera að setja hlutina í annað samhengi," sagði Víðir.

Tyrknesku landsliðsmennirnir voru ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum í gær. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.

Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Víðir segir að engin breyting verði á öryggismálum fyrir leikinn.

„Við erum búin að hitta kollega okkar frá Tyrklandi og öryggismálin og annað í kringum leikinn verða bara eins og við lögðum upp með í upphafi."

Um biðina á flugvellinum segir Víðir:

„Isavia verður að svara fyrir það. Það sem ég get sagt er að þetta er eitthvað sem við þekkjum. Íslenska liðið eftir leik þar kom frá Konya fyrir tveimur árum og við fórum í gegnum sama ferli. Þetta snýr eitthvað að skráningu flugvallarins skilst mér."

Það má búast við rétt tæplega 200 Tyrkjum á leikinn á morgun.

Viðtalið við Víði má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner