Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fim 10. júní 2021 22:38
Unnar Jóhannsson
Laugi: Við erum ekki ánægðir með byrjunina á tímabilinu
Þróttarar voru í vandræðum í kvöld
Lengjudeildin
Þróttarar töpuðu í kvöld
Þróttarar töpuðu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var eðlilega ósáttur eftir 2-3 tap sinna manna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Grindavík

„Ekkert sérstaklega ánægður með leikinn okkar, hann var kaflaskiptur. Við vorum undir stóran hluta leiksins." voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs eftir leik.

Það var kraftur í Þrótturum í lok fyrri hálfleiks en síðari hálfleikur var slakur að þeirra hálfu.
„Við færðum liðið hægt í varnarleiknum, þeir eru með góða fótboltamenn sem eru klókir og nýttu sér það. Við ætluðum að koma öðruvísi út en raunin varð."

Sam Hewson er búinn að vera meiddur að undanförnu.
„Það er aðeins óljóst, það verða vonandi ekki margar vikur í viðbót í hann."

Þróttarar eru með 4 stig eftir 6 leiki í deildinni.
„Við erum ekki ánægðir með það, við viljum meira og viljum hafa fleiri stig eðlilega."

Næsti leikur er á móti toppliði Fram.
„ Það er verðugt verkefni, við þurfum að stíga upp frá þessum leik ef við ætlum að taka eitthvað út úr þeim leik."

Nánar var rætt við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner