Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 10. júní 2022 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Blikar í undanúrslit eftir sigur á Þrótti
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö fyrir Blika og hjálpaði liðinu að tryggja farseðilinn í undanúrslit bikarsins
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö fyrir Blika og hjálpaði liðinu að tryggja farseðilinn í undanúrslit bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('16 , víti)
2-0 Hildur Antonsdóttir ('25 )
2-1 Katla Tryggvadóttir ('53 , víti)
3-1 Hildur Antonsdóttir ('86 )
Lestu um leikinn

Breiðablik bókaði síðasta sætið í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að leggja Þrótt að velli, 3-1, á Kópavogsvellinum í kvöld.

Blikar, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, stefna hraðbyr að öðrum úrslitaleiknum í röð.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Blikum yfir á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem Karen María Sigurgeirsdóttir fiskaði.

Níu mínútum síðar bætti Hildur Antonsdóttir við öðru marki fyrir Blika með sterkum skalla eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur.

Þróttarar fengu vítaspyrnu á 51. mínútu leiksins eftir að Taylor Marie Ziemer braut á Freyju Karín Þorvarðardóttur. Katla Tryggvadóttir setti boltann í vinstra hornið og staðan 2-1.

Þegar fjórar mínútur voru eftir gerði Hildur út um leikinn með öðru marki sínu. Hún geystist upp völlinn og kláraði snyrtilega í markið.

Góður Blikasigur og liðið áfram í undanúrslit bikarsins. Það er því ljóst hvaða fjögur lið spila í undanúrslitunum en Stjarnan, Selfoss og Valur fylgja Blikum þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner