Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 10. júní 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Otamendi gerir nýjan tveggja ára samning við Benfica
Mynd: Getty Images

Argentíski varnarmaðurinn Nicolas Otamendi hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Benfica.


Þessi 35 ára gamli miðvörður var í lykilhlutverki í liðinu á þessari leiktíð en hann spilaði 31 leik er liðið varð portúgalskur meistari.

Otamendi gekk til liðs við Benfica árið 2020 eftir fimm ára dvöl hjá Manchester City þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar, FA bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fjórum sinnum.

Hann var í landsliði Argentínu sem varð heimsmeistari í Katar fyrir áramót en úrslitaleikurinn var 100. landsleikurinn hans á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner