Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mið 10. júlí 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Hollendingar í miklum meirihluta í Dortmund
Hollendingar syngja og tralla.
Hollendingar syngja og tralla.
Mynd: Getty Images
Appelsínuguli litur Hollands er allsráðandi í Dortmund, þar sem Holland og England mætast í undanúrslitum EM í kvöld.

Það tekur bara rúmlega klukkutíma að keyra frá landamærum Hollands og yfir til Dortmund.

Fjöldi stuðningsmanna Hollands, sem eru ekki með miða á leikinn, hafa mætt til Dortmund til að taka þátt í stemningunni. Það eru því miklu fleiri Hollendingar en Englendingar í borginni.

Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 19 í kvöld en sigurliðið mun mæta Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner