Pablo Punyed er kominn aftur út á fótboltavöllinn eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í tæpt ár.
Pablo sleit krossband í leik Víkings gegn Egnatia í forkeppni Sambandsdeildarinnar í byrjun ágúst í fyrra og gekkst undir aðgerð í kjölfarið.
Pablo sleit krossband í leik Víkings gegn Egnatia í forkeppni Sambandsdeildarinnar í byrjun ágúst í fyrra og gekkst undir aðgerð í kjölfarið.
Lestu um leikinn: Malisheva 0 - 1 Víkingur R.
„Það er engin spurning. Ég þekki nú Pablo minn ansi illa ef svo hefði ekki verið. Hann fær allan þann stuðning sem við getum veitt honum. Hann verður örugglega frá í 10-12 mánuði, en hann mun koma til sterkur til baka, ekki spurning," sagði Arnar Gunnlaugsson, þáverandi þjálfari Víkings, um mögulega endurkomu Pablo.
Hann kom inn á undir lokin í kvöld þegar Víkingur vann Malisheva frá Kósovó í fyrri leik liðanna ytra í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku.
Athugasemdir