Víkingur hóf leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld þegar liðið heimsótti Malisheva frá Kósovó.
Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og eftir harða atlögu að marki Malisheva tókst Nikolaj Hansen loksins að brjóta ísinn í blálok fyrri hálfleiksins.
Niko skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.
Víkingar gátu komist í góða stöðu eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrst var Helgi Guðjónsson í góðu færi en skóflaði boltanum yfir markið. Stuttu síðar var Gylfi í góðu færi en varnarmenn heimamanna sáu við honum.
Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Víkingur er með eins marks forystu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku.
Athugasemdir