Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fullfær og gott betur en það að vera toppmarkmaður á Íslandi"
Lengjudeildin
Nikita Chagrov.
Nikita Chagrov.
Mynd: Avangard Kursk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, ákvað að rita pistil eftir að tekin var ákvörðun með það að senda rússneska markvörðinn Nikita Chagrov heim.

Hann lék sex leiki í Lengjudeildinni eftir að hann fékk leikheimild. Tveir af þeim unnust en hann náði ekki að sýna að hann væri betri markvörður en þeir sem liðið hafði fyrir.

Hér fyrir neðan má sjá pistilinn sem Davíð Smári ritaði og birti á vefsvæði Kórdrengja á Facebook.

Nikita er ekki enn búinn að ná fullum bata
Heil og sæl.

Mig langar að segja nokkur orð er varðar Nikita Chagrov og samkomulag hans við Kórdrengi.

Eftir mikla leit af markverði hér heima og erlendis fyrir tímabilið í ár var ákveðið að gefa Nikita Chagrov möguleika á að koma hingað til lands og æfa með okkur og ná sér af alvarlegum meiðslum.

Nikita sleit hásin 21. september 2021 er hann var að renna út á samning hjá sínu fyrra félagi. Hann kemur til okkar í byrjun mars, töluvert frá því að vera tilbúinn. Kórdrengir og Nikita gerðu með sér samkomulag um að félagið veitir honum þá aðstoð sem hann þurfti í hans bataferli. Sjúkraþjálfun, læknisaðstoð og húsnæði. Í samningnum var ákvæði um að bæði leikmaðurinn og félagið höfðu rétt á að enda samninginn á hvaða tímapunkti sem er.

En það verður ekki af Nikita tekið að ég hef sjaldan eða aldrei séð leikmann leggja sig jafn mikið fram til að ná bata og verða tilbúinn sem allra fyrst. En því miður varð afturför í hans bata sem seinkaði mikið því ferli. Nikita er ekki enn búinn að ná fullum bata og þar við stendur. Hann þarf leiki og spiltíma til þess en það gerist ekki hér á miðju tímabili með tvo aðra markmenn í toppstandi.

Það liggur enginn vafi á því að Nikita er fullfær og gott betur en það að vera toppmarkmaður hér á Íslandi eða í því landi sem hann velur sér þegar hann er búinn að ná sér að fullu.

Að lokum vil ég árétta það að Nikita er frábær drengur sem stóð við allar sínar skuldbindingar gagnvart Kórdrengjum. Eins finnst mér félagið hafa gert virkilega vel við leikmanninn á meðan hann var leikmaður okkar.

Með vináttu og virðingu,
Davíð Smári Lamude

Sjá einnig:
Æfði og fékk samning en var svo „arfaslakur" í leikjunum
Athugasemdir
banner
banner