Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 10. ágúst 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin gerði sigurmark Selfyssinga gegn Þór í Lengjudeildinni í dag með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá Stefáni Þór Ágústssyni.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Þetta reyndist mikilvægt sigurmark þar sem Selfoss hafði ekki unnið fótboltaleik í heilan mánuð fyrir viðureignina. Selfyssingar virtust ætla að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar eftir góða byrjun en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð og gerðu jafntefli fyrir sigurinn í dag.

„Það er gott að vinna fótboltaleik á ný, við byrjuðum illa og lentum undir eftir 15 sekúndur en við náðum í þrjú stig - það skiptir öllu máli. Ég stend við það sem ég sagði um að við séum með besta byrjunarliðið í Lengjudeildinni, við höfum bara verið óheppnir og það vantar breidd í hópinn. Við förum í hvern leik til að vinna hann og stefnum á að enda eins hátt og við getum á stöðutöflunni," sagði Gary.

„Stebbi (Stefán Þór) er einn af bestu markvörðum landsins og við vitum að hann er með frábæra löpp fyrir svona sendingar. Hann er alvöru fagmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum, það er langt síðan ég hef séð markmann æfa jafn stíft og Stebbi gerir og hann er bara 21 árs. Síðasti markvörður sem ég sá æfa af svona miklum metnaði er Hannes (Þór Halldórsson)."

Selfoss er í þriðja sæti þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu en er þó heilum átta stigum frá toppbaráttuliðunum sem eiga leik til góða.

Gary var að lokum spurður út í rauða spjaldið sem var gefið vitlausum leikmanni á 36. mínútu. Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórsara var ósáttur með dóminn en Gary telur hann hafa átt rétt á sér.

„Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður. Ég hef miklar mætur á Orra og held að hann væri í toppbaráttunni í efstu deild ef hann gæti haldið sér heilum."


Athugasemdir
banner
banner
banner