Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 10. ágúst 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin gerði sigurmark Selfyssinga gegn Þór í Lengjudeildinni í dag með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá Stefáni Þór Ágústssyni.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Þetta reyndist mikilvægt sigurmark þar sem Selfoss hafði ekki unnið fótboltaleik í heilan mánuð fyrir viðureignina. Selfyssingar virtust ætla að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar eftir góða byrjun en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð og gerðu jafntefli fyrir sigurinn í dag.

„Það er gott að vinna fótboltaleik á ný, við byrjuðum illa og lentum undir eftir 15 sekúndur en við náðum í þrjú stig - það skiptir öllu máli. Ég stend við það sem ég sagði um að við séum með besta byrjunarliðið í Lengjudeildinni, við höfum bara verið óheppnir og það vantar breidd í hópinn. Við förum í hvern leik til að vinna hann og stefnum á að enda eins hátt og við getum á stöðutöflunni," sagði Gary.

„Stebbi (Stefán Þór) er einn af bestu markvörðum landsins og við vitum að hann er með frábæra löpp fyrir svona sendingar. Hann er alvöru fagmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum, það er langt síðan ég hef séð markmann æfa jafn stíft og Stebbi gerir og hann er bara 21 árs. Síðasti markvörður sem ég sá æfa af svona miklum metnaði er Hannes (Þór Halldórsson)."

Selfoss er í þriðja sæti þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu en er þó heilum átta stigum frá toppbaráttuliðunum sem eiga leik til góða.

Gary var að lokum spurður út í rauða spjaldið sem var gefið vitlausum leikmanni á 36. mínútu. Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórsara var ósáttur með dóminn en Gary telur hann hafa átt rétt á sér.

„Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður. Ég hef miklar mætur á Orra og held að hann væri í toppbaráttunni í efstu deild ef hann gæti haldið sér heilum."


Athugasemdir
banner
banner