Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 10. ágúst 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin gerði sigurmark Selfyssinga gegn Þór í Lengjudeildinni í dag með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá Stefáni Þór Ágústssyni.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Þetta reyndist mikilvægt sigurmark þar sem Selfoss hafði ekki unnið fótboltaleik í heilan mánuð fyrir viðureignina. Selfyssingar virtust ætla að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar eftir góða byrjun en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð og gerðu jafntefli fyrir sigurinn í dag.

„Það er gott að vinna fótboltaleik á ný, við byrjuðum illa og lentum undir eftir 15 sekúndur en við náðum í þrjú stig - það skiptir öllu máli. Ég stend við það sem ég sagði um að við séum með besta byrjunarliðið í Lengjudeildinni, við höfum bara verið óheppnir og það vantar breidd í hópinn. Við förum í hvern leik til að vinna hann og stefnum á að enda eins hátt og við getum á stöðutöflunni," sagði Gary.

„Stebbi (Stefán Þór) er einn af bestu markvörðum landsins og við vitum að hann er með frábæra löpp fyrir svona sendingar. Hann er alvöru fagmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum, það er langt síðan ég hef séð markmann æfa jafn stíft og Stebbi gerir og hann er bara 21 árs. Síðasti markvörður sem ég sá æfa af svona miklum metnaði er Hannes (Þór Halldórsson)."

Selfoss er í þriðja sæti þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu en er þó heilum átta stigum frá toppbaráttuliðunum sem eiga leik til góða.

Gary var að lokum spurður út í rauða spjaldið sem var gefið vitlausum leikmanni á 36. mínútu. Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórsara var ósáttur með dóminn en Gary telur hann hafa átt rétt á sér.

„Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður. Ég hef miklar mætur á Orra og held að hann væri í toppbaráttunni í efstu deild ef hann gæti haldið sér heilum."


Athugasemdir
banner
banner