City horfir til Bruno og Reijnders - Chelsea vill Rodrygo - Leeds hyggst selja Meslier
   lau 10. ágúst 2024 23:45
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 16. umferðar - Aron Einar með frábæra innkomu
Lengjudeildin
Oliver Heiðarsson er leikmaður umferðarinnar í þriðja sinn.
Oliver Heiðarsson er leikmaður umferðarinnar í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar átti frábæra innkomu.
Aron Einar átti frábæra innkomu.
Mynd: Þór
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var toppslagur í 16. umferð Bestu deildarinnar og þar rúllaði ÍBV yfir Fjölni 5-1 á útivelli. ÍBV er nú einu stigi frá Fjölni á toppi deildarinnar en aðeins liðið í fyrsta sæti kemst beint upp í Bestu deildina.

Hermann Hreiðarsson er að sjálfsögðu þjálfari umferðarinnar. Tómas Bent Magnússon var meðal markaskorara ÍBV og er í liði umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Oliver Heiðarsson - ÍBV
Oliver er markahæstur í deildinni og er leikmaður umferðarinnar í þriðja sinn í sumar. Þessi kraftmikli og vinnusami sóknarmaður hefur verið stórkostlegur í sumar og sjálfstraustið geislar af honum. Hann skoraði tvívegis gegn Fjölni.



Dominik Radic kom Njarðvík tveimur mörkum yfir gegn Þór áður en Aron Einar Gunnarsson kom inn sem varamaður á 67. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir Þór og breytti leiknum. Aron kom inn á miðsvæðið og lagði upp jöfnunarmarkið 2-2.

Borja López var maður leiksins þegar Dalvík/Reynir vann fallbaráttuslag gegn Dalvík/Reyni 3-2 á útivelli. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson er einnig í úrvalsliðinu.

Daði Bærings Halldórsson fyrirliði Leiknis var í miklum ham í vörn Breiðhyltinga í 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu.

Gott gengi ÍR heldur áfram og liðið vann 1-0 sigur gegn Þrótti þar sem hinn sautján ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetjan og skoraði sigurmarkið. Arnór Gauti Úlfarsson var flottur í vörn ÍR og Vilhelm Þráinn Sigurjónsson var eini markvörðurinn sem hélt hreinu í umferðinni.

Eiður Atli Rúnarsson og Vicente Valor í ÍBV, Kári Sigfússon í Keflavík og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu gerðu allir sterkt tilkall til að vera í úrvalsliðinu en þurfa að sætta sig við sæti á bekknum að þessu sinni.

Fyrri úrvalslið:
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner