Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 22:05
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 13. umferðar - Hvalreki
Lengjudeildin
Radic hefur skorað níu mörk í deildinni.
Radic hefur skorað níu mörk í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Afturelding sigraði Gróttu.
Afturelding sigraði Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
13. umferð Lengjudeildarinnar er að baki en Njarðvíkingar unnu loks sigur á ný þegar þeir lögðu Leikni 3-2 á heimavelli sínum. Króatíski sóknarmaðurinn Dominik Radic var funheitur og skoraði öll þrjú mörk Njarðvíkinga. Radic var valinn besti leikmaður umferða 1-11 og heldur áfram að láta að sér kveða.

Leikmaður umferðarinnar:
Dominik Radic - Njarðvík
„Þarf svo sem ekki að eyða mörgum orðum um hversu gríðarlega góður leikmaður þetta er og hversu mikill hvalreki hann er fyrir Njarðvíkinga. Skoraði þrennu í dag og er frábær þarna fremst hjá Njarðvíkingum," skrifaði Stefán Marteinn fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu sinni um leikinn.



Það var ekki bara Radic sem skoraði þrennu í umferðinni, Máni Austmann Hilmarsson var með þrjú í 5-1 sigri toppliðs Fjölnis á Grindavík. Dagur Ingi Axelsson átti frábæran leik á kantinum.

Keflavík vann 1-0 útisigur gegn ÍR sem hafði verið heitasta lið deildarinnar. Og það manni færri allan seinni hálfleikinn. Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og þeir Ásgeir Orri Magnússon og Oleksii Kovtun eru í úrvalsliðinu.

Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði sigurmark Þróttar gegn Þór á Akureyri. Reynsluboltinn Þórir Guðjónsson var öflugur í vörninni og Hlynur Þórhallsson fær einnig pláss í úrvalsliðinu.

Oliver Heiðarsson skoraði eina markið þegar ÍBV vann Dalvík/Reyni 1-0 og þá á Afturelding tvo fulltrúa eftir 4-1 útisigur gegn Gróttu. Elmar Kári Cogic skoraði tvö mörk og Aron Jóhannsson kom öflugur inn af bekknum, skilaði marki og lykilsendingu.

Fyrri úrvalslið:
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner