Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 03. ágúst 2024 19:10
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 15. umferðar - Loksins vaknar hann
Lengjudeildin
Omar Sowe er leikmaður umferðarinnar.
Omar Sowe er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Oliver Heiðarsson skoraði tvö fyrir ÍBV.
Oliver Heiðarsson skoraði tvö fyrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Helgi Orrason.
Ásgeir Helgi Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan í Lengjudeildinni jókst enn frekar í 15. umferð og deildin þéttist á toppi sem og botni.

Leiknir vann mikilvægan 3-1 sigur gegn Gróttu í fallbaráttuslag í Breiðholti. Fyrirliðinn Daði Bærings Halldórsson og kantmaðurinn ungi Róbert Quental Árnason eru í úrvalsliði umferðarinnar, ásamt hetju leiksins...

Leikmaður umferðarinnar:
Omar Sowe - Leiknir
Gambíumaðurinn skoraði öll þrjú mörk Leiknis í leiknum. - „Loksins sýndi hann Leiknismönnum og öðrum afhverju hann er einn besti framherji deildarinnar. Hann hefði meira að segja getað skorað fleiri mörk. Frábær dagur á skrifstofunni hjá Omar. Loksins vaknar hann!" skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni.



Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV skilaði þriðja sigrinum í röð í hús þegar Eyjamenn unnu 2-1 sigur gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum. Oliver Heiðarsson skoraði bæði mörk Eyjamanna og Vicente Valor var geggjaður á miðsvæðinu.

ÍBV saxaði á forskot Fjölnis sem gerði markalaust jafntefli gegn Þrótti. Þróttarinn Viktor Steinarsson var valinn maður leiksins í Laugardalnum.

Varnarmaðurinn Ásgeir Helgi Orrason sem er á láni frá Breiðabliki var maður leiksins þegar Keflavík vann 3-2 sigur gegn Þór. Keflvíkingar eru komnir upp í fjórða sæti eftir fjóra sigra í röð.

Franko Lalic markvörður botnliðs Dalvíkur/Reynis er í úrvalsliðinu eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR en Dalvíkingar léku stærstan hluta leiksins manni færri. Marteinn Theodórsson er fulltrúi ÍR í liðinu.

Hrannar Snær Magnússon var valinn maður leiksins þegar Afturelding komst nær umspilinu með 3-0 sigri gegn Grindavík sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Elmar Kári Enesson Cogic er einnig í úrvalsliðinu.

Fyrri úrvalslið:
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner