Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 07. júlí 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 11. umferðar - Akkúrat sá sem liðið þurfti
Lengjudeildin
Marc McAusland kom til ÍR fyrir tímabilið og tók strax við fyrirliðabandinu.
Marc McAusland kom til ÍR fyrir tímabilið og tók strax við fyrirliðabandinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Kristjánsson skoraði tvö mörk gegn Dalvík/Reyni.
Kári Kristjánsson skoraði tvö mörk gegn Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gummi Kalli hefur fimm sinnum verið í liði umferðarinnar.
Gummi Kalli hefur fimm sinnum verið í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingum héldu engin bönd í 11. umferð Lengjudeildarinnar en þeir unnu 3-0 sigur gegn Aftureldingu og eru í umspilssæti þegar keppni er hálfnuð í deildinni.

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfa liðið saman og eru þjálfarar umferðarinnar. Kristján Atli Marteinsson er í liði umferðarinnar en hann skoraði þriðja mark ÍR í leiknum.

Leikmaður umferðarinnar:
Marc McAusland - ÍR
„Leiðtoginn í varnarlínu ÍR. Dreif liðið áfram og var frábær varnarlega. Átti svo þátt í mikilvægu marki númer tvö þegar hann tvo skallabolta inn á teignum. Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem ÍR þurfti í sitt lið fyrir þessa leiktíð. Sá er mikilvægur," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson um frammistöðu varnarmannsins reynslumikla.



Fjölnismenn eru með fjögurra stiga forystu á toppnum en þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Keflavík í Grafarvogi. Baldvin Þór Berndsen var valinn maður leiksins og Guðmundur Karl Guðmundsson kemst einnig í lið umferðarinnar.

Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur var fyrstur til að halda hreinu gegn Njarðvík í sumar. Grindavík vann 1-0 sigur í Reykjanesslagnum.

ÍBV vann 1-0 sigur gegn Leikni þar sem Vicente Valor skoraði sigurmarkið. Tómas Bent Magnússon var öflugur á miðsvæði Eyjamanna.

Ragnar Óli Ragnarsson skoraði gott skallamark þegar Þór vann Gróttu 3-1. Kristófer Kristjánsson skoraði einnig í leiknum.

Kári Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Þrótt þegar liðið vann 4-1 sigur gegn Dalvík/Reyni eftir að hafa lent undir. Hlynur Þórhallsson átti einnig frábæran leik.

Þess má geta að í Innkastinu sem kemur inn seint á mánudagskvöld verður opinberað úrvalslið umferða 1-11 í Lengjudeildinni.

Fyrri úrvalslið:
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner