Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.
Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.
Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 5 ÍBV
„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.
Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.
„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.
„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."
Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 21 | 11 | 5 | 5 | 49 - 26 | +23 | 38 |
2. Fjölnir | 21 | 10 | 7 | 4 | 34 - 24 | +10 | 37 |
3. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
4. ÍR | 21 | 9 | 8 | 4 | 30 - 25 | +5 | 35 |
5. Afturelding | 21 | 10 | 3 | 8 | 36 - 36 | 0 | 33 |
6. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
7. Þróttur R. | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 29 | +3 | 27 |
8. Leiknir R. | 21 | 8 | 3 | 10 | 32 - 33 | -1 | 27 |
9. Grindavík | 21 | 6 | 7 | 8 | 38 - 44 | -6 | 25 |
10. Þór | 21 | 5 | 8 | 8 | 30 - 37 | -7 | 23 |
11. Grótta | 21 | 4 | 4 | 13 | 30 - 48 | -18 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 21 | 2 | 7 | 12 | 21 - 44 | -23 | 13 |
Athugasemdir