Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   fös 09. ágúst 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Oliver glaður en líka svekktur: Sjokkeraður þegar hann kom til mín
Lengjudeildin
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.

Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.

Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.

„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner