Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 09. ágúst 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Oliver glaður en líka svekktur: Sjokkeraður þegar hann kom til mín
Lengjudeildin
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.

Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.

Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.

„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir