Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fös 09. ágúst 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Oliver glaður en líka svekktur: Sjokkeraður þegar hann kom til mín
Lengjudeildin
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.

Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.

Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.

„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner