Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   fös 09. ágúst 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Oliver glaður en líka svekktur: Sjokkeraður þegar hann kom til mín
Lengjudeildin
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.

Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.

Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.

„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner