Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 09. ágúst 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Oliver glaður en líka svekktur: Sjokkeraður þegar hann kom til mín
Lengjudeildin
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Júlíus leikmaður Fjölnis braut á Oliver en það var hinsvegar Oliver sem var dæmdur brotlegur, og fékk gult að auki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson sóknarmaður ÍBV skoraði tvívegis þegar Eyjamenn rúlluðu yfir Fjölni 5-1 í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. ÍBV er aðeins stigi á eftir Fjölni á toppnum eftir þennan ótrúlega leik.

Oliver segir við Fótbolta.net að það hefði verið gaman að spila þennan leik en hann var samt svekktur yfir að hafa ranglega fengið gult spjald og verður í banni í næsta leik, gegn ÍR.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," segir Oliver.

Oliver er búinn að taka forystu í markakóngskeppninni með tólf mörk í sumar en Máni Austmann, sem skoraði eina mark Fjölnis, er marki á eftir.

„Ég var smá svekktur að strákarnir náðu ekki að stoppa Mána í lokin en það er mjög sætt að vera markahæstur," segir Oliver. Hann segir stefnu ÍBV vera að hrifsa efsta sætið og segist alveg viss um að þeir séu besta lið deildarinnar.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við erum á skriði og það var aldrei að fara að gerast að við værum að fara að tapa þessum leik."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Oliver meðal annars um sigurmarkið stórfurðulega sem hann skoraði gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner