Tólftu umferð Lengjudeildarinnar lauk í gær með 3-0 útisigri Þórs gegn Aftureldingu, viðureign tveggja liða sem hafa ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
Rafael Victor skoraði tvö af mörkum leiksins og er í liði umferðarinnar en Þór er í umspilssæti eftir sigurinn. Leikmaður umferðarinnar kemur úr herbúðum Akureyrarliðsins.
Leikmaður umferðarinnar:
Birkir Heimisson - Þór
„Með meiri gæði en líklega allir aðrir leikmenn í þessari deild. Sendingin í þriðja markinu var algjört konfekt og svo varðist hann stórkostlega í seinni hálfleiknum," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson um frammistöðu Birkis í skýrslu sinni um leikinn.
Rafael Victor skoraði tvö af mörkum leiksins og er í liði umferðarinnar en Þór er í umspilssæti eftir sigurinn. Leikmaður umferðarinnar kemur úr herbúðum Akureyrarliðsins.
Leikmaður umferðarinnar:
Birkir Heimisson - Þór
„Með meiri gæði en líklega allir aðrir leikmenn í þessari deild. Sendingin í þriðja markinu var algjört konfekt og svo varðist hann stórkostlega í seinni hálfleiknum," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson um frammistöðu Birkis í skýrslu sinni um leikinn.
Þetta var góð umferð fyrir Fjölni sem vann 1-0 útisigur gegn Leikni og styrkti stöðu sína í toppsætinu. Fjölnir er með sex stiga forystu í deildinni og Úlfur Arnar Jökulsson er þjálfari umferðarinnar.
Þá er það 'Bermúda þríhyringurinn' hjá Fjölni sem er allur í liði umferðarinnar. Markvörðurinn Halldór Snær Georgsson og miðverðirnir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen.
Njarðvík, sem er í öðru sæti, tókst ekki að vinna botnlið Dalvíkur/Reynis. Leikurinn á Dalvík endaði með markalausu jafntefli en Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur kemst í úrvalsliðið en Njarðvík er án sigurs í síðustu fjórum leikjum.
ÍBV sem er í þriðja sæti tapaði fyrir Þrótti sem vann sinn þriðja leik í röð. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði sigurmark Þróttar í 2-1 sigri og var valinn maður leiksins.
ÍR-ingar halda áfram á frábærri siglingu og unnu 3-0 sigur gegn Grindavík þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik. Renato Punyed var maður leiksins og Bergvin Fannar Helgason bjó til mikið vesen fyrir gestina.
Þá skoraði Ari Steinn Guðmundsson sigurmark Keflavíkur sem vann 2-1 sigur gegn Gróttu. Ásgeir Páll Magnússon átti góðan leik varnar- og sóknarlega.
Fyrri úrvalslið:
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir