Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   sun 28. júlí 2024 19:40
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 14. umferðar - Geggjuð frammistaða
Lengjudeildin
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö mörk fyrir ÍBV.
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö mörk fyrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland.
Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Orri Pétursson.
Kristófer Orri Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV fór upp í annað sæti Lengjudeildarinnar með því að vinna 3-0 útisigur gegn Þór Akureyri. Oliver Heiðarsson skoraði og var hrikalega öflugur í sóknarlínunni en félagi hans skoraði tvö mörk og er leikmaður umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Sverrir Páll Hjaltested - ÍBV
„Ef eitthvað er þá hefðu þeir getað skorað fleiri, en þrjú mörk frá framherjum er frábært. Þetta var verðskuldað, þeir unnu fyrir því og unnu vel fyrir liðið eins og allir aðrir. Það er geggjað þegar framherjarnir skora," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir leik og talaði um geggjaða frammistöðu sinna manna.



Topplið Fjölnis gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn botnliði Dalvíkur/Reynis. Borja López var valinn maður leiksins og þá er Daníel Ingvar Ingvarsson fulltrúi Fjölnis í úrvalsliðinu.

Sigurjón Már Markússon var maður leiksins þegar Njarðvík gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótti. Þá er Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson valinn í úrvalsliðið þriðju umferðina í röð.

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson eru þjálfarar umferðarinnar eftir að þeir stýrðu ÍR til 1-0 sigurs í Breiðholtsslag gegn Leikni. Guðjón Máni Magnússon skoraði sigurmarkið en maður leiksins var Marc McAusland. ÍR-ingar eru í fjórða sætinu.

Keflavík er í fimmta sæti en liðið vann öflugan 3-1 útisigur gegn Aftureldingu. Ásgeir Orri Magnússon markvörður var valinn maður leiksins. Króatinn Mihael Mladen opnaði markareikning sinn í sínum öðrum leik fyrir Keflavík og er einnig í úrvalsliðinu.

Þá komst Grótta uppfyrir Leikni og þar með úr fallsæti með 3-1 sigri gegn Grindavík. Kristófer Orri Pétursson skoraði fyrsta mark leiksins og var valinn maður leiksins.

Fyrri úrvalslið:
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner