Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi bætti annað markamet Pele
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er búinn að bæta annað markamet sem brasilíska goðsögnin Pele setti á sínum tíma.

Í fyrra bætti Messi met Pele yfir mörk skoruð fyrir sama félag í keppnisleikjum og núna er hann búinn að bæta markamet hans þegar kemur að landsliðum.

Pele gerði 77 mörk á tíma sínum hjá brasilíska landsliðinu en eftir þrennuna er Messi kominn með 79 mörk fyrir Argentínu, sem gerir hann að markahæsti landsliðsmanni sögunnar frá Suður-Ameríku.

Messi setti þrennu í 3-0 sigri gegn Bólivíu í nótt og tók þar með framúr Pele sem skoraði 77 mörk fyrir Brasilíu.

Hinn 29 ára gamli Neymar Jr hefur skorað 68 mörk fyrir Brasilíu og verður áhugavert að sjá hvor endar með fleiri mörk skoruð eftir landsliðaferilinn - Messi eða Neymar.
Athugasemdir
banner
banner
banner