Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. september 2022 16:15
Aksentije Milisic
2. deild: Njarðvík deildarmeistari - Reynir féll eftir stórt tap á Ólafsfirði
Njarðvíkingar fagna sigri í deildinni.
Njarðvíkingar fagna sigri í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - RMV
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fimm leikir eru búnir í næst síðustu umferðinni í 2. deild karla og eru línunar búnar að skýrast.


Njarðvíkingar eru deildarmeistarar en það varð ljóst eftir að liðið vann Hött/Huginn með þremur mörkum gegn engu. Magnús Þórir Matthíasson gerði þrennu í liði Njarðvíkur.

Þeir grænklæddu vinna því deildina verðskuldað en Þróttur R fylgir liðinu upp í Lengjudeildina. Þróttur fór til Húsavíkur og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn.

Reynir Sandgerði þurfti að vinna KF á útivelli til þess að halda sér á lífi í deildinni. Það gekk alls ekki eftir en KF valtaði yfir Reyni og vann 8-3 sigur. Julio Cesar gerði hvorki meira né minna en fernu fyrir KF.

Reynismenn léku manni færri í síðari hálfleiknum.

Fallið lið Magna vann þá góðan útisigur á lánlausu liði Hauka og Ægir og ÍR gerðu 2-2 jafntefli.

Einn leikur er eftir en það er viðureign KFA og Víkingur Ólafsvíkur. Sá leikur er enn í gangi.

Völsungur 1 - 1 Þróttur R.

0-1 Baldur Hannes Stefánsson ('60 )
1-1 Áki Sölvason ('77 )

Njarðvík 3-0 Höttur/Huginn
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('12)
2-0 Magnús Þórir Matthíasson ('67)
3-0 Magnús Þórir Matthíasson ('76)


Ægir 2-2 ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason ('15)
1-1 Djordje Panic ('22)
1-2 Róbert Andri Ómarsson ('25)
2-2 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('34)


Haukar 1-2 Magni
0-1 Angatýr Gautason ('32)
0-2 Kristinn Rósbergsson ('38)
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson - Víti ('61)


KF 8-3 Reynir S.
Mörk KF:  Sævar Fylkisson, Julio Cesar Fernandes (4), Jordan Damachoua, Cameron Boates, Marinó Snær Birgisson.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner