Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 10. september 2022 17:31
Haraldur Örn Haraldsson
Chris Brazell um tímabilið: Persónulega vil ég gera betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Chris Brazell þjálfari Gróttu var hæstánægður með spilamennsku síns liðs eftir að þeir unnu 1-0 sigur gegn Fjölni í dag.

Viðtalið er á ensku en helstu punktar viðtalsins verða þýddir hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 Grótta

„Mér fannst frá fyrstu til síðustu mínútu var liðið frábært. Þeir sýndu margt af því góða sem við höfum gert í sumar og slepptu að gera þá verri hluti sem við höfum gert. Þannig frá því sjónarhorni fannst mér þetta bara vera heilt yfir mjög sterk frammistaða. Það er mjög erfitt að koma hingað, þeir hafa átt frekar fínt tímabil og við erum að spila á grasi sem við erum ekkert sérlega vanir. Útileikir á þessu tímabili hafa verið virkilega erfiðir til að ná úrslitum þannig að við vissum að við þyrftum að vera góðir í dag sem við vorum og leikmennirnir eiga skilið allt hrós því mér fannst þeir vera frábærir. Eins og ég sagði frá fyrstu til síðustu mínútu og frá fyrsta leikmanni til fimmtánda eða sextánda voru við frábærir."

Grótta hefur átt fínt tímabil sérstaklega miðað við væntingar fyrir mót og stefna á að enda tímabilið í 3. sæti.

„Fyrir klúbbinn og liðið þá finnst mér þetta hafa verið þróunar ár. Maður hlustar kannski ekki á allt í fjölmiðlum en okkur var spáð 9. sæti og við höfum oft farið fram úr þeirri spá þegar spáð er í frammistöðu ekki bara stöðunni í deildinni og eins og maður sér þá erum við með mjög ungt lið, meira segja leiðtogarnir í liðinu eru ungir þótt þér séu allt frá 24, 25, 26 ára þá eru þeir mjög unglegir þegar kemur að þeirra leiðtogahæfileikum og mér finnst hafa verið mikil og góð þróun í rétta átt. Persónulega er ég vonsvikinn, mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig. Ég er ekki hrifinn af því að við höfum tapað 9 leikjum og mér finnst ég bera ábyrgð á því og mér finnst ég geta staðið mig betur en ég hef gert í ár. Þannig eins og ég segi, fyrir klúbbinn og liðið er það frekar þægilegt og ég er ánægður fyrir strákana. Þeir hafa haft gaman af þessu og þeir halda áfram að hafa gaman af því núna eins og heyrist en persónulega vil ég gera betur."

Kjartan Kári Halldórsson var í dag valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar en hann hefur verið mikið orðaður frá félaginu.

„Mér finnst hann óheppinn að hafa ekki verið valinn besti leikmaður deildarinnar ekki bara efnilegastur. Hann er 19 ára gamall og kominn með 15 mörk en svo er það líka eins og í dag þá skoraði hann mark en í lok leiks þá er hann að loka leiknum fyrir liðið. Fyrir 1-2 árum þá var hann ekki að gera það og margir ungir leikmenn gera það ekki. Ég var að segja við hann frá varamannabekknum að mörkin gefa þér ekki samninga þau gefa þér bara athygli en viðhorfið og ákefðin er það sem gefur þér undirskriftina á blaðinu. Held ég að hann muni fá það einhverstaðar? Alveg klárlega og mér finnst hann eiga það skilið og ég held að allir í klúbbnum, starfsfólk, leikmenn og allir munu styðja við hann í því. En sama fyrir hann, hann hefur ennþá hluti ókláraða og hann verður að halda áfram að æfa og verða betri svo erum við með leik næsta laugardag þar sem hann þarf ekki bara að skora heldur verður að hann að spila stórt hlutverk fyrir liðið. Þannig við skulum leyfa honum að hugsa um það í komandi viku en eins og ég segi þá á hann skilið allt hrósið sem hann hefur fengið og ef hann fær tækifæri sem hann mun gera þá muna allir í klúbbnum styðja við hann í því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner